Tenerife, Party og Jakki

já ég er kominn frá Tenerife, brúnn og sætur. Það var gaman á Kanaríeyjum fyrstu vikuna en sú seinni var dauðari en tunglið. Ef þið eruð að fara til sólalandana ekki fara í 2 vikur, bara ekki!. Ský voru fyrir sólinni fyrstu 3 daganna þannig að það var ekki of heitt fyrst en síðann fór hitinn yfir 30 stig... ég var á þriggja stjörnu Hoteli, Castalia Park ***, það voru kakkalakkar en fallegt útsíni og við vorum þægilega nálægt strönd og verslunarmiðstöð. Á kvöldin veiddi ég Kakkalakka með "Kakkalakka Glasinu Tm" basicly bara glas sem við drukkum aldrei úr aftur... Og á daginn spilaði ég Billiard, stökk í laugina og fór í sólbað. Við fórum í Dýragarðinn Loro Parque, El "must" Canarias, það stóð á ÖLLUM ruslatunnum á Tenerife og við ætluðum í vatnsgarð, Aqua Park, very original nafn... En við hættum við, afhverju? Það var sundlaugabar á Hótelinu fyrir hliðiná, Los Brezos, sem var tengt Castalia Park og við fórum alltaf þar til að fá okkur eitthvað kalt, en við vorum yfir heimsmeistaramótin í fótbolta þarna, funny thing að það voru fullt af Þjóðverjum á hótelinu og vinnufólkið var Spænst, það var stórt sjónvarp á barnum sem var notað fyrir leikina og pabbi fór þangað með Berglindi, Alexi og Kristóferi. Ég var sem betur fer ekki þarna en pabbi kom ekki lítið reiður heim, strákarnir höfðu verið að haga sér eins og fávitar yfir allan leikinn, fyrir framan alla og voru að rífast yfir hver fengi að skjóta seinustu kúlunni ofan í í Billiard og voru bara öskrandi og rífast á meðan fólk var að reyna að horfa á semi-úrslitin... Þá var hætt við vatnsgarðinn. En já, einhver stelpa var alltaf að horfa á mig á meðan ég var að spila Billiard, ég held að hú hafi verið Frönsk, Ítölsk eða Spænsk, alla vegana frá einhverju suður-evrópsku ríki og hún var frekar hot... Ég ætlaði að fra bjóða hana í Billiard en pabbi hennar leit út fyriri að vera þessi over-protective týpa og mamma hennar var að horfa reiðilega á mig, ég beið eftir að spurja hana en hún var alltaf hjá þeim. Aftur að Heimsmeistaramótinu vá lætin kvöldinu eftir að Spánverjarnir unnu, á hótelinu voru bölvandi Þjóðverjar og útá götu voru brjálaðir Spánverjar að flauta í bílunum sínum... Ég held að ég sé búinn að seigja frá öllu sem gerðist á Tenerife, ég ætla að reyna að teikna kort af íbúðinni sem við vorum í, þetta var geggjuð íbúð, við vorum á efri hæð með geggjað úsíni yfir ströndina, það voru 3 svalir, 2 frá stofunni sem höfðu útsini yfir sundlauginni og 1 voru í hjónaherberginu þær voru litlar nóg fyrir tvær manneskjur og það óx sona bleik blóm upp vegginn upp á svalirnar og þau klifruði yfir hurðina svo þau væru yfir hjónunum... það voru líka bara 2 herbergi þannig að ég svaf frammi í stofu á sófanum með kakkalökkunum... hérna er kortið, þori að veðja að það verði í rústi:

 

                    _____________________________________________________
                   |                            |                            |                          |
                   |                            |                            |                          |___
                   |                            |         4                 |        5                 \    |
                   |       3                    |                           |                           / 1 |
                   |                            |                            |                           ----     
                   |                             ---------   /---------                           |
                   |                            \                             /                          |
                   |---------  /----------------            --------------------------
                   |           1                /                                                        |------\
                    \______________      |          _                                           |          \
                                           |     |           |                      6                    \   1      |
                                           |     |           |                                            /          |
                                           |     |    7     |                                           |          /
                                           |     |           |                                           |------/
                                           |     |-------------------------------\  /------
                                           |  2                   |                   |               |
                                            -------------     |                   |      1       |
                                                             |     |                    \________/

 

1: svalir  2: stigarnir niður  3: herbergi strákana  4: klósett
5: hjónaherbergið 6: stofan 7: eldhúsið

----------------------------------

Tenerife búið... Party...

Þegar ég kom heim hitti ég Bjarka, Arnór og Odd, við fórum í fótbolta í smá og síðann fórum við allir heim. Þá fattaði ég að ég hefði gleymt úlpunni minni hjá Bjarka og hringdi í hann og hann kom með Kára en gleymdi úlpunni minni! Þannig við fórum að horfa á Cartton Network á Edd, Ed and Eddy og síðan completely racist þátt sem hét Xiolin Showdown... En á meðann sagði Kári mér frá þessu partýi sem þeir höfðu haldið hjá Bjarka á meðann ég var í burtu. Allir höfðu verið þar Hrefna, Rakel, Oddur, Eirdís, Arnór og Bjarki Már plús annað fólk sem hengju ekki með okkur t.d. stelpa sem vinnur í Krónunni með mér og Kára sem heitir Ásta, hún átti að hafa komið með meira af fólki og so on. Þetta átti að hafa verið comeplete success allir skemmtu sér það var bjór, heitapottur og Rakel og Arnór áttu að hafa farið saman uppí herbergið hans Bjarki og gert sitt. Ég var orðalaus í smá stund... Þá sagði ég "Rakel og Arnór..." Þeir sögðu "sexual tension...". Þeir voru að skelli hlægja og ég ýmindaði mér bara að þeir voru að hlægja því að ég var svo fúll yfir að hafa misst af partýinu þangað til að þeir sögðu mér að þeir voru að bulla... Ég var orðlaus í smástund aftur... Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki seigja að ég var "relifed" (sorry er ekki með orðabók) fyrir að missa ekki af sona parýi en samt ekki glaður því að ef þetta var bull þá er minni séns á að maður geti haldið svona partý í alvörunni... En eftir hálftíma af þjáningu fórum við niður í herbergið mitt og fórum að horfa á "Pom Pom" samkvæmt Bjarka í PS3 á meðan Bjarki og ég skiftumst á í CS. Þá sagði Kári "það væri geggjað að halda svona partý"... Þá sagði ég "já, ég gæti fengið Pétur til að fylla staðinn af fólki... Plús bróðir hans Péturs getur útvegað bjór Whistling . Kári stakk uppá að hann, Pétur og fl. gætu verið hljómsveitin. Það væri gamann að halda svona partý, en alls ekki oft. Bara eitt svona smá gaman ekki einhver booze cruise um hverja helgi svo maður sé nú ekki að eyðileggja sig.

-------------------------------

Tenerif, Party...

Bjarki! Komdu með jakkann!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

damn! ég vissi að kortið mundi rústast!

man i suck!

Ingvar Helgi Árnason, 2.7.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Spegilmynd

Haha, Kári ætti að sýna öllum myndina sem við tókum af þér þegar við sögðum þér fyrst frá partíinu.

Þú gleymdir samt hlutanum um Berglindi og pabba þínum og því sem þau voru að gera um nóttina.

KLESSA!!!!

Spegilmynd, 2.7.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Kári Alexander Jónsson

lol. þetta hefði verið geggjað party.

Samt þrátt fyrir að þú elskar party þá ertu frekar paranoid hvað varðar að eyðileggja sig.

myndin kemur á blogginu mínu og huga.

bæ.

Dálítið messed up að þú hafir heyrt í pabba þínum og Berglindi.

Kári Alexander Jónsson, 2.7.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

Að drekka bjór einu sinni og einu sinni drepur engar heilafrumur en ef þú verður fullur þá byrjaru að eyðileggja heilafrumur. Þess vegna vill ég ekki drekka bjór á hverri einustu helgi heldur bara svona eitt lítið partý í Janúar og annað í Nóvember (bara figure of speech)

og ég er meira brosandi á myndinni en eitthvað annað strákar...

Ingvar Helgi Árnason, 3.7.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

ef maður verður fullur þá drepur maður ekki margar í einu en ef þú ert alltaf fullur þá ertu að skaða þig

Ingvar Helgi Árnason, 3.7.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Spegilmynd

Hey, bara það að drekka skemmir þig maður, þó það sé bara einn bjór verður þú aldrei eins heill og þú hefðir verið ef þú hefðir sleppt honum...

Bíða lengur

Spegilmynd, 3.7.2008 kl. 16:00

7 identicon

hehe,glæsilegt að þú skemmtir þér í Tene rife eða what ever,hehe.
Þið sora strákar að segja svona um mig!OG ARNÓR!!!haaalllóóó,ekki sénsinn..hehe.Sorry Arnór,en ég ímynda mér ekki annað en Arnór sem sammála mér varðandi mig,hehe.
OG það er bara lang sniðugast að drekka ekkert strákar.En hey,ef þið viljið hugsanlega eyðilegja ykkur líkamlega og andlega,go ahead.

En ég ætla,líklegast,að halda svona smá "to get together" í húsinu hans Álfs í sumar.Bara mat og drykki(ÓÁFENGT"!!!_-hehe) og sulla í heita pottinum.

En eigum við hópurinn ekkert að hittast og gera eitthvað?

Rakel Ósk (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:11

8 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

Jú Rakel það væri gaman að hittast og mér er svo sama þótt það sé óáfengt en ég er búinn að vera að kynna mér málin með áfengi og maður drepur bara heilafrumur ef maður verður fullur... Það er efni í bjóri (man ekki hvað það hét) sem að drepur heilafrumur en heilinn nær að laga sig aftur ef þú ert búinn að drekka lítið en ef þú ert fullur þá ertu búinn að temperorally drepa svo margar heilafrumur að það eithvað af þessum heilafrumum geta ekki laga sig. Þannig my advice: Ef þið eruð í áfengu partýi ef þú þarft ekki drekka meira en einn bjór, fyrst við erum enn unglingar þá erum við næmari fyrir áfengi en það á að vera í lagi fyrir fullorðinn mann að drekka tvo bjóra án þess að skaða sig, en... ef þú ert að fara í endalaus partý alltaf áfengt og þú drekkur alltaf lítið ÞÁ getur það skaðað þig. Plús meira en bara bjór getur drepið heilafrumur t.d. ruslfæði... Það hefur svo lítið af vítamínum sem heilinn þarf að heilafrumurnar deyja. Ein aðalástæðan afhverju Bandaríkjin eru svo heimsk XD

Ingvar Helgi Árnason, 4.7.2008 kl. 09:51

9 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

það á að vera komma á milli "ef þú þarft, ekki drekka meira en"

Ingvar Helgi Árnason, 4.7.2008 kl. 09:54

10 Smámynd: Kári Alexander Jónsson

Það er etanol í áfengi sem að drepur heilafrumur.

Etanol er eitur fyrir líkaman, lifrin getur ekki brotið það niður og þessvegna fer það í blóðrásina og við verðum full, þá erum við eiginlega að verða fyrir mildri eitrun.

síðan daginn eftir erum við orðin veik ( timbruð ) og þá ertu með eitrun og ert að finna fyrir því.

ekki drekka nema að hópþrýstingurinn sé rosa mikill

nei það er bannað. en hvað er svona gaman við áfengi hvort eð er? þú gerir Þig að fífli, sefur kanski hjá einhverjum sem að þú þekkir ekkert, verður timbraður og síðan mannstu kanski ekkert eftir kvöldinu áður.

frekar er ég nervous og edrú heldur en hálfviti og fullur. 

Kári Alexander Jónsson, 4.7.2008 kl. 13:12

11 identicon

ég er bara furðulega sammála þér Kári,
og ber ekki vott af virðingu fyrir því sem þú varst að reyna að sanna fyrir þér Ingvar,hehe.
Say NO to alcohol!

Rakel Ósk (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 17:55

12 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

I was only telling the truth Rakel... Og Kári var að tala um að vera fullur þannig að hann var að seigja nákvæmlega það sama og ég... Ég vill ekki vera fullur í partýi eins og Kári sagði, ef hópþrýstingurinn er mikill þá er í lægi að drekka svo lengi sem að þú verður ekki fullur... Ég er ekki að seigja að þið og ég ættum þess vegna að drekka ég er bara að seigja að það er ekki skaðlegt nema að við verðum full eða ef við erum alltaf að djamma...

Að drekka einn bjór drepur jafn mikið af heilafrumum og ein máltíð á McDonalds... En ef við borðum einu sinni og einu sinni á McDonalds, bara á special occcations þá deyja svo fáar heilafrumur í einu að líkaminn getur lagað sig.

Og Kári varst þú ekki að seigja að ég væri of paranoid yfir hvað eyðilagði mann?  hehe

Ingvar Helgi Árnason, 7.7.2008 kl. 11:48

13 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

já og Rakel hvenær verður þetta get together?

Ingvar Helgi Árnason, 7.7.2008 kl. 11:51

14 identicon

ég veit ekki..einhvern tíman í júlí.þegar ég og aðrir eru í fríi og til í að koma,hehe.Álfur fer út í nótt,þannig ...einhvern tíman ekki of langt þangað til.hehe.

Rakel Ósk (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband