Stemming!

Úff... Vá... Þetta var mest spennandi leikur sem að ég hef horft á, vá... Plús ég, Oddur, Bjarki M og Eiríkur sáumst í beinni :D! VIÐ KOMUMST Í ÚRSLITIN!!! Jafnvel þótt að dómararnir hafi verið total assholes við okkur allt mótið. Ég er ekkert smá hás eftir þetta, við öskruðum svo hátt. Arnór og Bjarki þið vitið ekki afhverju þið voruð að missa!

Allaveganna Ísland rules! og Kommentið nýju söguna mína! Ég þarf fleiri svör til að halda áfram með hana...

 

W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

og í kjaftinn og í p**una sína!!!

Ingvar Helgi Árnason, 22.8.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Arnór

Það breytir engu að við erum lítil þjóð, það eina sem þurfti voru þessir menn.. ekki alla þjóðina. Og bara svo þið vitið, ef að ÞEIR vinna gullið þá á maður ekki að monta sig um það því að það voru ÞEIR sem spiluðu og ÞEIR sem unnu, ekki við.

Arnór , 22.8.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

ÞEIR eru landsliðið okkar, ÞEIR fóru á þetta mót handa okkur og þeim sjálfum og ÞEIR fengu stuðninginn okkar... By your logic þá ætti þjálfinn ekki rétt á gullinu því ÞEIR unnu. Við erum Ísland, Þeir eru Ísland og Ísland er að vinna.

Ingvar Helgi Árnason, 23.8.2008 kl. 00:34

4 identicon

Arnór, þetta er bara ekki satt hjá þér. Það breytir miklu ef ekki ÖLLU hvað við erum lítil þjóð. Frakkar eru 65 milljónir talsins. 65 milljónir. Það er stór tala. Við hinsvegar - við Íslendingar. Erum 300 þúsund. Það er fjári lítil tala þegar þú lítur á aðrar þjóðir sem spila handbolta, ef ekki allar aðrar íþróttir. Frakkar hafa þessvegna 65 milljón tækifæri til þess að koma góðum mönnum í handboltaliðið sitt. Við höfum 300 þúsund tækifæri. Kannski ekki besta dæmið, en mjög gott dæmi að mínu mati. Og það má VÍST fyllast af stolti yfir því hvað strákarnir okkar eru að gera þarna úti. Við höfum aldrei unnið gull. Það er möguleiki núna og hefur reyndar aldrei verið eins nálægt okkur Íslendingum - fyrr en nú. Þetta er stór stund fyrir ALLA Íslendinga - þ.m.t þig Arnór, því við litla eyþjóðin í norður-atlantshafi erum allt í einu komin í úrslit í sterkasta handboltamóti heims. Allar sterkustu þjóðirnar eru á þessu móti. Og við höfum sigrað þær allar. Nema eina þjóð. Frakka.

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Arnór

það er ekki eins og að þeir heyri í okkur héðan. Og by my logic þá gerir það bara meiri pressu á þá.

Og auðvitað ætti þjálfarinn að fá mikinn heiður án þeirra væru þeir ekkert. T.D. án mömmunar væru engin börn. 

Arnór , 23.8.2008 kl. 00:40

6 identicon

P.S Þetta varð að vera svona klesst, því þetta vildi ekki komast inn öðruvísi, haha:D

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 00:41

7 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

eins og án mömmunar væru engin börn þá væri ekkert landslið án Íslands...

Þetta er landsliðið. Þeir hefðu alveg eins getað orðið einstaklingslið og kallað sig Víkingana eða eitthvað þannig. Þá væri það ekki Ísland sem væri að vinna.

Ingvar Helgi Árnason, 23.8.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband